Vörunúmer: 30-1

Von Verslun - Minningabók Bleik

6.990kr

Til á lager

Minningabækurnar fallegu voru fyrsta vara Von Verslun en vinkonurnar Olga Helena og Eyrún Anna stofnuðu fyrirtækið árið 2017. Hugmyndin að bókunum fæddist þegar vinkonurnar voru báðar óléttar í leit að fallegri bók til að skrá niður minningar barnanna en þær fundu ekkert sem heillaði og ákváðu því að hanna sína eigin bók. Í minningabókunum má skrá niður allar þær yndislegu minningar sem verða til á fyrsta ári barnsins. Innfyllingar eru í bókinni um meðgönguna, steypiboðið, fæðinguna, nafngiftina, ættartréð ásamt því að hafa nóg pláss fyrir myndir.


Stærð

H: 25 cm

B: 26 cm