Rosendahl – Grand Cru Saltkvörn

5.990 kr.

Erik Rosendahl stofnaði fyrirtækið árið 1984 sem umboðsskrifstofa fyrir iittala og átta árum síðar hóf Rosendahl framleiðslu á eigin vörum. Í dag eru alls níu fyrirtæki í Rosendahl Design Group, m.a. Kay Bojesen, Holmegaard, Kähler og að sjálfsögðu Rosendahl.

Grand Cru línan fæddist árið 1993 þegar gullsmiðurinn Erik Bagger hannaði stálvíntappann fyrir Rosendahl. Grand Cru er vinsælasta vörulína Rosendahl og hefur hún slegið rækilega í gegn en í henni má finna ýmis eldhúsáhöld, matarstell, glös, karöflur og aðra aukahluti fyrir heimilið. Salt- & piparkvarnirnar hafa lengi verið vinsælar enda stílhrein og falleg hönnun sem passar í öll eldhús. Hægt er að kaupa kvarnirnar stakar eða í setti.

Glerið má fara í uppþvottavél á 55°c en kvörnina sjálfa þarf að handþvo.

H: 20,1 cm, Ø: 7 cm

Framboð: 5 á lager

Dúka Kringlan: Sold out
Dúka Smáralind: In stock
Vefverslun: In stock
Vörunúmer: 100-15756 Vöruflokkar: , , Vörumerki:
Scroll to Top