Vörunúmer: 980-752

Hekla Íslandi - Púðaver Fífill Hör

14.900kr

Til á lager

Hekla Björk Guðmundsdóttir listakona hannar og framleiðir vörur undir nafninu Heklaíslandi sem á upphaf sitt að rekja til ársins 1996 þegar hún framleiddi gjafakort út frá málverkum sínum. Hekla hefur alla tíð unnið við list og sækir allan sinn innblástur í íslenska náttúru og hefðir. Lóan, kindin og hesturinn hafa einnig spilað stórt hlutverk í sköpun Heklu ásamt villtri flóru Íslands. Markmið Heklaíslandi er að halda áfram að hanna og framleiða gæða vörur með séríslenskum/norrænum áhrifum.

Fallegt púðaver sem hentar í öll rými en fer sérstaklega vel í sófanum. Myndin er handprentuð eftir Heklu en einnig er hægt að fá púðaverið með öðrum fallegum myndum.

Athugið að fylling fylgir ekki púðaverinu.


Stærð

L: 50 cm

B: 50 cm