Vörunúmer: 832-90302005

Design Letters - Skraut Kúla

Verð frá 3.990kr

Til á lager

Design Letters er danskt fyrirtæki sem hefur verið starfsrækt síðan árið 2009. Markmið fyrirtækisins er að framleiða hágæða vörur með mottóið ,,Make it Personal" að leiðarljósi. Leturgerð Arne Jacobssen hefur Design Letters notað til að skreyta vörur sínar um árabil en hönnun Arne á rætur sínar að rekja til ársins 1937. Design Letters framleiðir ótal vörur sem margir þekkja, til dæmis stafakrúsirnar, en fyrirtækið er þó í stöðugri vöruhönnun og framleiðir nú skartgripalínu, mikið úrval af barnavörum og aðra muni sem fegra heimilið.

Allt skartið frá Design Letters er úr .925 sterling silfri og það gyllta er húðað 18 karata gullhúð. Hægt er að kaupa stafi, tölur eða annað skraut sem má púsla saman á hálsmen, armband eða eyrnalokka. Skrautið er frábær leið til að bæta við lit í skartið þitt. Blandaðu því saman við bókstafina eða tölustafina fyrir einstakt útlit. Skartið kemur í fallegu gjafaboxi og er falleg og persónuleg gjöf handa þeim sem þér þykir vænt um.


Stærð

Ø: 6,5 mm